Vilja kvótasetja grásleppu

Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis hefur lagt fram frumvarp um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).

Frumvarpið er byggt á áður fluttu frumvarpi matvælaráðherra frá 153. löggjafarþingi.

Í frumvarpinu segir að Fiskistofa skuli fyrir 1. mars 2024 úthluta fiskiskipum aflahlutdeild í grásleppu.

Aflahlutdeild einstakra skipa skal ákveðin með tilliti til veiðireynslu sem fengin hefur verið á grundvelli réttar til grásleppuveiða og leyfis frá Fiskistofu sem skráð er á viðkomandi skip og nýtt innan viðmiðunartímabilsins.

Við mat á veiðireynslu skal miða við þrjú bestu veiðitímabil leyfisins sem skráð er á skipið frá og með árinu 2014 til og með árinu 2022 að undanskildu árinu 2020.

DEILA