Vesturbyggð fær um 4 milljónir í sérstakt strandveiðigjald

Patreksfjarðarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í sumar innheimti Fiskistofa sérstakt gjald af strandveiðum sem greiða á hverri höfn í hlutfalli við landaðan afla sem fengin var á strandveiðum.

Hlutur hafna innan Vesturbyggðar er eftirfarandi:

Bíldudalshöfn: 661.079- Kr
Brjánslækjarhöfn: 82.880.- Kr
Patrekshöfn: 3.270.497.- Kr

Samkvæmt lögum um Fiskistofu skal við útgáfu leyfis til strandveiða, auk greiðslu fyrir leyfi skv. 1. mgr., greiða 50.000 kr. í strandveiðigjald. Fiskistofa innheimtir gjaldið. Tekjum af strandveiðigjaldi skal ráðstafa til þeirra hafna þar sem afla, sem fenginn er við strandveiðar, hefur verið landað. Eftir lok veiðitímabils skal Fiskistofa á grundvelli aflaupplýsingakerfis Fiskistofu greiða hverri höfn í hlutfalli við hlut viðkomandi hafnar í heildarafla sem fenginn er við strandveiðar á því tímabili, reiknað í þorskígildum.

DEILA