Vega­gerðin auglýsir á ný eft­ir til­boðum í brýr yfir Fjarðar­hornsá og Skálm­ar­dalsá

Í október bauð Vegagerpin út smíði tveggja stein­steyptra eft­ir­spenntra 34 metra plötu­brúa yfir Fjarðar­hornsá og Skálm­ar­dalsá, ásamt vega­gerð við hvora brú fyr­ir sig, sam­tals um 1,8 kíló­metr­ar. Brýrn­ar eru beggja vegna Kletts­háls.

Þegar tilboð voru opnuð þann 7. nóvember átti Eykt ehf. í Reykja­vík lægsta til­boðið, krón­ur 1.129.936.429. Var það 57% yfir áætluðum verk­taka­kostnaði, sem var krón­ur 718.371.378. Tilboð frá Ístaki og Íslenskum aðalverktökum voru enn hærri.

Vegagerðin hefur nú ákveðið að hafna öllum tilboðunum og er verkið boðið úr aftur með tilboðsfresti til 19. desember. Verkinu á að ljúka fyrir 1. desember 2025.

DEILA