Trausti ÍS 300

Trausti ÍS 300. Ljósmynd Sigurður Jóhannesson.

Á þessum myndum Sigurðar Jóhannessonar er Trausti ÍS 300 en myndirnar voru teknar árið 1972.

Trausti ÍS 300 frá Suðureyri við Súgandafjörð var smíðaður í Stálvík árið 1971. Hann hafði smíðanúmer 16 hjá Stálvík og var smíðaður eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar

Í Morgunblaðinu þann 20. júní 1971 sagði m.a svo frá í frétt frá fréttaritara blaðsins í Súgandafirði:

Sautjánda júni í kom hingað nýtt fiskiskip, sem smíðað var hjá Stálvík h.f. í Garðahreppi. Skipið er 123 lestir samkvæmt nýja málinu, smíðað úr stáli, sérstaklega teiknað til togveiða auk línu- og netaveiða. 

Var skipinu gefið nafnið Trausti eftir bátum Ólafs Gissurarsonar frá Ósi í Bolungarvík. Skipið mun stunda grálúðuveiðar með línu og fer í fyrsta túrinn á morgun. 

Eigandi m.b.Trausta ÍS 300 er Fiskiðjan Freyja h.f., skipstjóri Ólafur Ólafsson og fyrsti vélstjóri Jens Ásmundsson.

1170. Trausti ÍS 300. Ljósmynd Sigurður Jóhannesson.

Trausti ÍS 300 var seldur til Keflavíkur árið 1973 þar sem hann fékk nafnið Valþór KE 125. Útgerð Trausta keypti stærri bát frá Noregi sem kom í nóvember 1973 og hét Sverdrupson ÍS 300.

Af vefsíðunni skipamyndir.com

DEILA