Þriðja vaktin – Jafnréttishandbók heimilisins

Heimilishald og uppeldi felur í sér ólaunaða og vanmetna vinnu. Körlum hættir til að ofmeta sitt framlag og gera lítið úr álaginu sem fellur oftast á konur.

Innsýn höfunda fléttast hér saman við aðsendar reynslusögur og alþjóðlegar rannsóknir sem gefur lesendum færi á að sjá hvers vegna réttlát verkaskipting á heimilum er mikilvægt jafnréttismál.

Höfundar bókarinnar hjónin Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur hafa verið leiðandi í umræðu um þriðju vaktina undanfarin ár og haldið fjölda fyrirlestra á vinnustöðum og námskeið fyrir pör.

Teikningar í bókinni eru eftir Elías Rúna og ritstjóri er Haukur Bragason. Iris Nowenstein sér um prófarkalestur, umbrot er í höndum Árna Torfasonar og Litlaprent sér um prentun. Útgefandi er Mildi og mennska, félag í eigu höfunda.

DEILA