Skreyttar ruslatunnur í Vesturbyggð

Íbúum á Patreksfirði gafst síðasta sumar kostur á að skreyta grænar ljósastauraruslatunnur, hver með sínu nefi.

Ímyndunaraflið mátti ráða för, til dæmis mála þær eða hekla, sauma eða prjóna utan um þær.

Nemendur á mið- og unglinga­stigi í Bíldu­dals­skóla tóku sig til á dögunum og skreyttu grænar rusla­tunnur þar í bænum.

Skreyt­ing­arnar eru liður í samfé­lags­verk­efni skólans og glæða bæinn svo sann­ar­lega lífi.

DEILA