Sjóða skal neysluvatni á Þingeyri 

Við könnun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða á neysluvatni á Þingeyri sem framkvæmd var þann 28. nóvember fundust saurgerlar (E.coli) í vatninu. Sem varúðarráðstöfun er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið.

Sýnataka var endurtekin þann 30. nóvember og var niðurstaðan sú að vatnið stenst ekki kröfur samkvæmt neysluvatnsreglugerð.

Þegar heilbrigðiseftirlitið tekur sýni af neysluvatni er það skoðað með tilliti til svonefndra vísibaktería.

Þannig er leitað að saurbakteríum, kólígerlum og saurkólígerlum en þetta eru allt bakteríur sem hafa uppruna sinn í þörmum dýra með heitt blóð. Tilvist þeirra segir því til um ferska eða nýlega saurmengun.

Ef örverur greinast í neysluvatni, umfram viðmið um neysluvatn, skulu viðbrögð taka mið af 14. gr. reglugerðarinnar.

Grípa skal til nauðsynlegra aðgerða til úrbóta til að endurheimta vatnsgæði (ábyrgð vatnsveitna ef örsök örverumengunar er í dreifikerfi eða vatnsbóli en húseigenda ef örsökin er í lögnum húss).

Virkja skal viðbragðsáætlun um auknar sýnatökur og fjölgun sýnatökustaða, á vatnstökustað og í dreifikerfinu, í þeim tilgangi að greina orsök mengunar og síðar í þeim tilgangi að staðfesta að dreifikerfið sé orðið hreint.

DEILA