Lögreglan varar við

Lögreglan á Vestfjörðum vill vekja athygli á slæmri veðurspá næstu daga.

Ef sú spá gengur eftir má búast við að vegasamgöngur rofni, hvort heldur á fjallvegum og eins undir hlíðum þar sem snjóflóðahætta getur skapast, s.s. Fossahlíð í Skötufirði, Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, Flateyrarvegi og Raknadalshlíð í Patreksfirði.

Þau sem ætla að fara á milli landshluta næstu daga eru hvött til þess að huga vel að veðri og færð og gera ráð fyrir röskun á samgöngum.

Hér er hlekkur á upplýsingasíðu Veðurstofu Íslands hvað varðar veðurspár og síðan upplýsingasíðu Vegagerðarinnar um veður og færð á vegum.

Einnig má hringja í upplýsingasíma Vegagerðarinnar, 1777, til að fá þessar sömu upplýsingar.

DEILA