Heiðrún ÍS 4 við síldarlöndun á Siglufirði

Heiðrún ÍS 4 er hér á mynd Hannesar Baldvinssonar að landa síld á Siglufirði.

Báturinn hét upphaflega Hafborg MB 76, hann var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA og sjósettur 6. maí árið 1944.

Hafborg MB 76 var skráð 92 brl. að stærð búið 240 hestafla Lister aðalvél. Eigandi hennar var Hf. Grímur í Borgarnesi frá 30. maí 1944. Hafborg var endurmæld 1947 og mældist þá 101 brl. að stærð.

Hún var seld í desember 1952 Rún hf. í Bolungarvík sem gaf henni nafnið Heiðrún ÍS 4. 

Árið 1956 var Listernum skipt út fyrir nýja 360 hestafla vél sömu gerðar. 

Í júní 1968 fær báturinn nafnið Vestri BA 3 þegar það er selt Jóni Magnússyni á Patreksfirði og Hjalta Gíslasyni í Reykjavík. Þeir selja síðan bátinn snemma árs 1972 og eru kaupendurnir þeir Árni Sigurðsson og Reynir Ölversson í Keflavík. Þeir nefndu bátinn, sem talinn var ónýtur og tekinn af skrá 18. desember 1973, Sólfell GK 62.
                                                           

Af vefsíðunni skipamyndir.com

DEILA