Fjölbrautaskóli Snæfellinga með framhaldsdeild á Patreksfirði

Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hafa framlengt samning við Fjölbrautaskóla Snæfellinga um að starfrækja framhaldsdeild á Patreksfirði.

Nemendur sem stunda nám við framhaldsdeildina eru nemendur Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Þeir mæta daglega í framhaldsskóladeildina á Patreksfirði en koma í skólann í Grundafirði tvisvar til þrisvar á hverri önn.

Á meðan nemendur eru í Grundarfirði sækja þeir kennslustundir og verkefnatíma samkvæmt stundatöflu og geta einnig tekið þátt í félagslífi nemenda.

Nemendur geta komið oftar í skólann í Grundarfirði en skipuleggja þær heimsóknir sjálfir.

Nám nemendanna er skipulagt á sama hátt og annarra nemenda skólans og þeir geta tekið þá áfanga sem í boði eru á hverjum tíma, nema þegar aðstæður koma í veg fyrir hægt sé að bjóða upp á áfanga í fjarnámi.

.

DEILA