Fiskistofa vekur athygli á því að samningur Aflarans við Fiskistofu fellur úr gildi 1. janúar 2024 og ekki verður hægt að nota þeirra þjónustu við skil aflaupplýsinga frá og með þeim degi.
Útgerðaraðilar sem eru að nota þjónustu Aflarans við skil aflaupplýsinga verða því að leita til nýs þjónustuaðila.
Frekari upplýsingar um afladagbók er að finna á heimasíðu Fiskistofu, ásamt upplýsingum um þá þjónustuaðila sem hlotið hafa samþykki að uppfylltum kröfum stofnunarinnar um skil aflaupplýsinga í vefþjónustu.
Fiskistofa áréttar fyrir skipstjórnarmönnum að í millitíðinni þurfi að gæta að því að skrá aflaupplýsingar í réttri röð í viðmóti kerfis Aflarinn ehf., svo upplýsingarnar berist með réttum hætti til vefþjónustu Fiskistofu. Ábyrgð á réttum skilum aflaupplýsinga í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli hvílir á skipstjórnarmanni fiskiskips.
Aflarinn tók til starfa í byrjun árs 2022 og var markmiðið að bjóða einfalt viðmót til að skila inn afladagbókum til Fiskistofu og hægt var að nota hann í fartölvum, snjallsímum eða spjaldtölvum.
Í fyrstu voru afnot af Aflaranum gjaldfrjáls en en kostaði síðan 5.000 kr á mánuði. Í haust kom síðan tilkynning um að Aflarinn mundi hætta starfsemi um áramótin.