Fundur fyrir fólk með áhuga á málefnum innflytjena

Vilt þú hafa áhrif á mótun stefnu í málefnum innflytjenda?

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið vinnur nú í fyrsta sinn að slíkri framtíðarsýn og býður því til samtals hringinn í kringum landið og verða starfsmenn ráðuneytisins á Ísafirði miðvikudaginn 29. nóvember.

Fundurinn verður í Edinborgarhúsinu og hefst hann klukkan 17.

Túlkað verður á ensku og pólsku.

Stefnt er að því að innflytjendur hafi aukin tækifæri til inngildingar (e. inclusion) og virkrar þátttöku í samfélaginu og eru þeir því sérstaklega hvattir til að mæta og ræða þau sem mál sem þessu tengjast og liggja þeim á hjarta.

DEILA