VESTRI MEÐ MEISTARAFLOKK KVENNA Í KNATTSPYRNU Á NÆSTA ÁRI

Vestri hefur ráðið Kristján Arnar Ingason sem þjálfara meistaraflokks Vestra í kvennaflokki.

Kristján mun fá það verkefni að hefja enduruppbyggingu meistaraflokks kvenna sem síðast spilaði á Íslandsmóti 2013.

Meistarflokksráð Vestra er himinlifandi með ráðningu Kristjáns sem er þrautreyndur þjálfari sem mun hjálpa stelpunum í liðinu að ná framförum og árangri.

Liðið er að mestu leiti skipað ungum leikmönnum og er því frábært að fá inn reynslumikinn þjálfara til að hefja vegferðina.

Kristján er með UEFA-B þjáfaragráðu og 5.stig frá KSÍ. Hann byrjaði þjálfun hjá Val 1999. Hann var 7 ár hjá Fylki ýmist sem yfirþjálfari yngri flokka kvenna eða þjálfari 3.fl kvenna og karla. Hann var yfirþjálfari Hauka í 5 ár og þjálfaði einnig meistarflokk kvenna hjá Haukum. Eftir það þjálfaði hann yngri flokka hjá Val og þar á meðal 2.fl kvenna.

DEILA