Syndum saman í nóvember

Syndum, landsátak í sundi var ræst með formlegum hætti í Sundlaug Kópavogs í gær í þriðja sinn. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.

Þeir metrar sem landsmenn synda, á meðan á átakinu stendur, safnast saman og á forsíðu www.syndum.is verður hægt að sjá hversu marga hringi landsmenn hafa synt í kringum Ísland.

Björn Sigurðsson formaður Sundsambands Íslands sagði frá skemmtilegu verkefni innan Syndum, en í ár er ætlunin að setja kastljós á skólasund grunnskóla og tengja það við Ólympíuleikana í París 2024.

Sundsambandið verður með tvo fulltrúa sem fara á Ólympíuleikana í París á næsta ári, þau Anton Svein Mckee og Snæfríði Sól Jórunnardóttur. Leiðin til Parísar frá Íslandi er 2.246 km og ætlunin er að fá grunnskólanemendur í skólasundi til að synda með táknrænum hætti sem samsvarar leiðinni til Parísar.

Nokkrar sundlaugar munu svo fá heimsókn frá Antoni Sveini.

DEILA