Sæðingar niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu

Samkvæmt tillögum sérfræðingahóps sem matvælaráðherra skipaði munu sæðingar árið 2023 á vegum sauðfjársæðingastöðvanna á Suðurlandi og Vesturlandi verða niðurgreiddar ef sætt er með hrútum sem bera verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðuveiki skv. útgefinni hrútaskrá 2023-24.

Þeir bændur sem skrá sæðingar í Fjárvís ekki síðar en 8. janúar 2024 munu þannig fá styrk í samræmi við fjölda sæðinga á búin með hrútum sem bera verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðuveiki.

Styrkurinn er föst fjárhæð pr. sæðingu og er kr. 1.030 ef um er að ræða hrúta sem bera verndandi arfgerð og kr. 515 pr. sæðingu ef um er að ræða hrúta sem bera mögulega verndandi arfgerði. Sami styrkur er greiddur hvort sem hrúturinn er arfhreinn eða arfblendinn.

DEILA