ÁGÚST ER ALGENGASTI FÆÐINGARMÁNUÐUR ÍSLENDINGA

Sé horft aftur til ársins 1853 hafa flestar fæðingar á Íslandi átt sér stað í ágústmánuði eða 52.499 talsins.

Næstu mánuðir í röðinni eru júlí með 51.861 fæðingar og september með 51.756 fæðingar.

Fæstar fæðingar hafa átt sér stað í febrúar, 40.255, enda eru færri dagar í þeim mánuði en öðrum.

Þetta kemur fram í upplýsingum sem Hagstofan hefur tekið saman

DEILA