Matvælastofnun óskar eftir lögreglurannsókn

Í frétt frá Matvælastofnun kemur fram að stofnunin hafi óskað eftir að opinber rannsókn fari fram vegna meintra brota Arctic Sea Farm ehf. á lögum nr. 71 frá 2008 um fiskeldi en í ágúst sl. tilkynnti fyrirtækið um tvö göt á kví við Kvígindisdal í Patreksfirði.

Samkvæmt 22. gr laganna varðar það stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra rekstrarleyfishafa sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, ef sakir eru miklar, ef eldisfiskur sleppur úr fiskeldisstöð þar sem umbúnaði við fiskeldið hefur verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis þeirra sem framið hefur verið af ásetningi eða gáleysi.

Lögreglan á Vestfjörðum hefur málið til meðferðar og veitir Matvælastofnun ekki frekari upplýsingar um málið að sinni.

DEILA