Niðurstöður starfshópa stefnumótaverkefnisins Auðlindin okkar voru kynntar á Hilton Reykjavik Nordica nú í hádeginu.
Um er að ræða tillögur um breytingar á fiskveiðistjónunarkerfinu sem hugsað er að verði grundvöllur frumvarps að nýjum heildarlögum um fiskveiðar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fyrri Alþingi í von um að auka sátt um sjávarútveginn.
Verkefnið Auðlindin okkar var sett af stað í maí 2022 með þátttöku fjölmargra sérfræðinga.
Niðurstöður starfshópanna eru settar fram á grunni þriggja stoða sjálfbærrar þróunar, umhverfi, efnahag og samfélagi.
Ein tillaga starfshóps verkefnisins Auðlindin er sú að almennur byggðakvóti verði afmuninn og veiðiheimildarnar í staðinn leigðar út.
„Það er mat starfshópsins að rétt sé að afnema almenna byggðakvótann því litlar líkur séu á því að unnt sé að sníða af honum hina ýmsu galla og gera hann árangursríkan. Í stað þess að bæta þeim heimildum sem fara nú í almenna byggðakvótann við sértæka byggðakvótann og/eða strandveiðar leggur starfshópurinn til að látið verði reyna á nýtt fyrirkomulag, meðal annars þar sem lagt er til að ekki verði gerðar breytingar á strandveiðum og sértækum byggðakvóta,“ segir í skýrslunni.
Það eru tillögur skýrsluhöfunda að veiðiheimildirnar verði leigðar út til eins árs í senn og tekjurnar renni til sveitarfélaga í dreifðum byggðum, annað hvort með beinum hætti eða í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Með því gætu sveitarfélög betur stuðlað að uppbyggingu á sjálfbærum atvinnurekstri og samfélagslegum innviðum í sjávarbyggðum til framtíðar og slík uppbygging þyrfti ekki að vera bundin við sjávarútveg