Verða Íslendingar 400 þúsund um næstu áramót ?

Samtals bjuggu 394.200 manns á Íslandi í lok annars ársfjórðungs 2023 eða 203.610 karlar, 190.440 konur og kynsegin/annað voru 150.

Landsmönnum fjölgaði um 3.370 á ársfjórðungnum. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 250.910 manns en 143.290 á landsbyggðinni.

Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 120 manns á öðrum ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 210 íslenskir ríkisborgarar af 380 alls. Af þeim 1.230 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 380 manns.

Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (100), Noregi (60) og Svíþjóð (110), samtals 270 manns af 440.

Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 1.270 til landsins af alls 3.970 erlendum innflytjendum. Úkraína kom næst en þaðan fluttust 330 erlendir ríkisborgarar til landsins.

Erlendir ríkisborgarar voru 70.540 eða 17,9% af heildarmannfjöldanum.

DEILA