Hljóðfærasafn Jóns

Hljóðfærasafn Jóns hefur opnað á ný í húsnæði Hótels Sandafells á Þingeyri.

Þar eru til sýnis hljóðfæri frá öllum heimshornum, heimasmíðuð eða upprunaleg. Jón Sigurðsson hefur smíðað þessi hljóðfæri eða fengið eftir ýmsum leiðum og hefur Hljóðfærasafnið verið á Þingeyri síðan 2011 en var lokað  tvö síðustu sumur.

Elsta íslenska hljóðfærið, Langspil, er til sýnis og sölu (tekið við pöntunum). 

Það er þriggja strengja hljóðfæri sem var notað á Íslandi á 18. og 19. öld eða þar til fiðla kom til landsins. Þá tók hún við hlutverki strengjahljóðfæris. Langspilinu var ýtt til hliðar en var alltaf til og má sjá upprunalegar útgáfur á ýmsum söfnum á Íslandi. Jón hefur gert sína útgáfu og selt víða, hérlendis sem erlendis. 

STEF samtök tónlistarmanna hafa veitt framúrskarandi tónlistarmanni verðlaun sem heita einfaldlega Langspilið, síðastliðinn 9 ár. Verðlaunagripurinn er einmitt smíðaður af Jón Sigurðssyni ár hvert.

Tónlistarfólk eins og Hildur Guðnadóttir, Margrét í VÖK,  Daði Freyr og nú síðast Pálmi Ásgeir Ragnarsson hafa hlotið þessi verðlaun meðal annarra.

Safnið er opið frá 13 – 17 í sumar og einnig er velkomið að óska eftir opnun í síma 8466397

DEILA