Íslensk menning og samfélag í Súðavík

Í gær var fyrsti tími þar sem námskráin Íslensk menning og samfélag er kennd í Súðavík.

Þetta verkefni er í samstarfi við Súðavíkurhrepp og Gefum íslensku séns.

Markmið verkefnisins er að hjálpa íbúum af erlendu bergi við að ná tökum á íslenskri tungu en jafnframt að fá samfélagið til þátttöku með því að styðja við íslenskunám.

Því verður leitað til íbúa Súðavikur sem tala íslensku til að hjála við að æfa tungumálið með þátttakendum á námskeiðinu.

Kennt verður þriðjudaga og fimmtudaga frá kl 17:00-19:00 og annan hvorn laugardag frá 10:00-13:00 á bókasafninu við Grundarstræti. Í gær mættu 11 einstaklingar.

DEILA