Engin tilboð í brýr við Klettsháls

Þann 20. júní stóð til að opna tilboð í brýr og vegagerð beggja vegna við Klettsháls.  

Um er að ræða smíði tveggja steinsteyptra eftirspenntra 34 m plötubrúa yfir Fjarðarhornsá og Skálmardalsá, ásamt vegagerð við hvora brú fyrir sig, samtals um 1,8 km.  Brýrnar eru beggja vegna við Klettsháls.  

Engin tilboð bárust í verrkið.

DEILA