Vestfirðingum fjölgaði um 12 í síðasta mánuði

Alls skráðu 3.590 einstaklingar flutning innanlands í apríl til Þjóðskrár. Þetta er fækkun frá síðasta mánuði eða um 10,7% þegar 4.022 einstaklingar skráðu flutning innanlands. Miðað við sama mánuð á síðasta ári var fækkunin um 11,8% en þá skráðu 4.068 einstaklingar flutning innanlands.

Þegar horft er til flutninga innan og milli landshluta þá kemur í ljós að 2.337 einstaklingar fluttu lögheimili sl. mánuð á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim fluttu 1.999 einstaklingar innan svæðisins.

Á Vestfjörðum fluttu 55 lögheimili í síðusta mánuði. Þar af fluttu fluttu 34 innan landshlutans og 10 til höfuðborgarsvæðisins en 25 fluttu frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða i sama mánuði.

DEILA