Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi

Nú er farið að styttast í Landsmót UMFÍ 50+ sem fer fram í Stykkishólmi dagana 23. – 25. júní.

Mótið er haldið í samstarfi við Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu og sveitarfélagið Stykkishólm.

Þótt mótið er hugsað fyrir þátttakendur sem verða 50 ára á árinu og alla eldri þá geta 18 ára og eldri líka tekið þátt í fjölmörgum viðburðum.

Munur á greinum fyrir 50 ára og eldri og alla hina er aðgreindur með hvítum og rauðum armböndum.

Margar skemmtilegar íþróttagreinar verða í boði á mótinu í Stykkishólmi, opið í sumar greinar og hægt að prófa og kynnast öðrum.

Þátttakendur yngri en 18 ára kaupa rautt armband á mótið. Það gildir á ákveðna viðburði, bæði einstaka keppni og kynningar og kennslu.

DEILA