Knattspyrna – Heimsókn frá KSÍ

Í síðustu viku kom Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari yngri landsliða hjá KSÍ í heimsókn til Ísafjarðar.

Allir iðkendur fæddir árið 2008, 2009 og 2010 voru boðaðir á æfingar og fyrirlestur.

Magnús kom víða við í fyrirlestri sem hann flutti og ræddi þar m.a. um símanotkun, svefn, mataræði og hvað krakkarnir geta gert sjálf til að bæta sig í því sem þau vilja. Einnig kynnti hann þau fyrir ýmsum leiðum í íþróttunum líkt og háskólafótbolta á námsstyrk o.fl.

Æfingarnar voru flottar og fengu iðkendur að kynnast því hvaða kröfur eru gerðar t.d. til þeirra sem komast í yngri landsliðin í knattspyrnu. 

Mikil ánægja var með heimsóknina og mikilvægt að fá góðar heimsóknir eins og þessa hingað vestur.

DEILA