Hlutfall heimila í efsta tekjufimmtungi eftir sveitarfélögum

Ef litið er til sveitarfélaga var hæst hlutfall heimila í efsta tekjufimmtungi á Seltjarnarnesi og í Garðabæ. Lægst hlutfall heimila í efsta tekjufimmtungi var í Þingeyjarsveit og Húnaþingi vestra.

Mest breyting frá manntalinu 2011 var í Vestmannaeyjum þar sem hlutfall heimila í efsta tekjufimmtungi lækkaði um 8,1 prósentustig (úr 30,2% í 22,1%) og á Skagaströnd, um 7,7 prósentustig. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fjölgaði heimilum í efsta tekjufimmtungi mest allra sveitarfélaga og þar næst í Hrunamannahreppi.

Ef heimilum í landinu er skipt upp í jafna tekjufimmtunga með rúmlega 26 þúsund heimilum í hverjum fimmtungi kemur í ljós að í efsta tekjufimmtungi voru heimili para með börn hlutfallslega flest en heimili einstæðra foreldra hlutfallslega fæst. Hæst hlutfall heimila í neðsta tekjufimmtungi voru heimili með einum einstaklingi. Í efsta tekjufimmtungi eru heimili sem hafa 889 þúsund krónur eða meira á mánuði á neyslueiningu en í neðsta tekjufimmtung falla þeir sem hafa minna en 414 þúsund krónur á mánuði.

Nánar má lesa um tekjuskiptinguna á vefsíðu Hagstofunnar

DEILA