Hlaupahátíð 13 – 16 júlí – Skálavíkurhlaupið

Við köllum þetta hátíð, en það mætti líka segja að þetta sé veisla segir í kynningu á Hlaupahátíð Vestfjarða sem fram fer 13 – 16 júlí í sumar.

Í fjóra daga er hægt að standa á ráslínunni í mismunandi þrautum í mismunandi vegalengdum; hlaup, sund og hjól.

Einn liður í hátíðinni er Skálavíkurhlaupið sem er skemmtilegt hlaup. Það er hægt að velja um tvær vegalengdir, 12 og 19 km.

Leiðin liggur frá Skálavík, ystu vík Ísafjarðardjúps upp á Skálarvíkurheiði, 245 m. Það skilja leiðir og hægt er að fara annaðhvort beinustu í heitapottinn í Bolungarvíkinni eða upp á Bolafjall, 638m og sömu leið niður á heiðina og alla leið niður í Bolungarvík.

Þetta er skemmtileg og falleg leið og tölum nú ekki um að koma við á Bolafjallinu og kíkja á útsýnispallinn og horfa yfir á Hornstrandirnar.

DEILA