Taumarokkur

Í Sjóminjasafninu í Ósvör í Bolungarvík er þessi grænmálaði taumarokkur úr járni.

Rokkurinn er merktur „AI 1888“.

Aftan á honum er sveif svo hægt sé að snúa honum og búa til tauma. Á sveifinni er dökkt viðarhandfang, lakkað.

Þegar verið er að gera spotta hanga þeir í taumarokknum niður og eru festir í lóð, svo er sveifinni snúið. Rokkurinn er aðeins ryðgaður inni í.

DEILA