Sig­ur­laug Bjarna­dótt­ir frá Vigur, fyrr­ver­andi alþing­ismaður er látin

Sig­ur­laug Bjarna­dótt­ir, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og fram­halds­skóla­kenn­ari, lést á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Sól­túni, miðviku­dag­inn 5. apríl, 96 ára að aldri.

Sig­ur­laug fædd­ist í Vig­ur í Ísa­fjarðar­djúpi 4. júlí 1926 og var dótt­ir Bjarna Sig­urðsson­ar (1889-1974) bónda og hrepp­stjóra í Vig­ur og Bjarg­ar Björns­dótt­ur hús­móður (1889-1977). Hún var yngst í hópi sex barna þeirra hjóna.

Sig­ur­laug varð stúd­ent frá MA 1947, lauk BA-prófi í ensku og frönsku við Leeds-há­skóla 1951 og stundaði fram­halds­nám í bók­mennt­um við Sor­bonne-há­skóla 1951–1952. Var kenn­ari við Gagn­fræðaskóla Akra­ness 1947–1948 og blaðamaður við Morg­un­blaðið 1952–1955. Hún var ensku­kenn­ari við Gagn­fræðaskóla Aust­ur­bæj­ar, Reykja­vík 1956–1966 og stunda­kenn­ari við Mála­skól­ann Mími 1960–1961. Lengst var hún frönsku­kenn­ari við Mennta­skól­ann við Hamra­hlíð eða frá 1967–1994.Sig­ur­laug var borg­ar­full­trúi í Reykja­vík 1970–1974. Hún var og í hópi tíu fyrstu kvenn­anna sem var kjör­in á Alþingi. Sat þar fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn í Vest­fjarðakjör­dæmi 1974-1978 og sem varaþingmaður flokks­ins frá 1980-1983

Eig­inmaður Sig­ur­laug­ar var Þor­steinn Thor­ar­en­sen lög­fræðing­ur og bóka­út­gef­andi (1927-2006). Þau eignuðust þrjú börn, Ing­unni, grunn­skóla­kenn­ara, f. 1955, Björn, tölv­un­ar­fræðing og tón­list­ar­mann, f. 1962 og Björgu, hæsta­rétt­ar­dóm­ara, f. 1966.

DEILA