Hugi mun leika á Íslandi á næsta tímabili

Ísfirðingurinn Hugi Hallgrímsson mun vera á leiðinni aftur til Íslands fyrir næsta tímabil samkvæmt heimildum á karfan.is. Á síðasta tímabili lék hann fyrir Angelina College í bandaríska háskólaboltanum.

Hugi sem er nýorðinn 21 árs kom upp í gegnum yngri flokka Vestra og var meðal annars Scania Cup meistari með félaginu árið 2019.

Auk Vestra hefur hann einnig leikið með Stjörnunni í Subway deildinni, ásamt því að hafa verið leikmaður allra yngri landsliða Íslands.

Samkvæmt heimildum Körfunnar mun Hugi ekki hafa ákveðið til hvaða liðs hann gengur fyrir næsta tímabil, en hann skoði nú og á næstu vikum hvaða valkosti hann hefur.

DEILA