Vestri fær brasilískan markmann

Rafael Broetto, 32 ára gamall brasilískur markmaður, hefur gengið til liðs við Vestra.

Broetto, sem kemur til Vestra frá A lyga í Litháen, er stór og stæðilegur markamaður sem vann meðal annars bikarkeppnina árið 2022 í Litháen.

Broetto er mættur með liðinu til Spánar í æfingaferð og mun nú kynnast liðsfélögum sínum og þjálfara vel áður en tímabilið hefst í maí, en fyrsti leikur Vestra í Lengjudeildinni verður við Þór á Akureyri fyrir norðan þann 6. maí.

DEILA