Verðmæti í fiskeldi aldrei meira í upphafi árs

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins er útflutningsverðmæti eldisafurða komið í 9,7 milljarða króna og hafa þau aldrei verið meiri í upphafi árs.

Miðað við sama tímabil í fyrra er um 13% aukningu að ræða í krónum talið. Aukningin er ívið minni í erlendri mynt, eða tæp 7%, þar sem gengi krónunnar var að jafnaði ríflega 5% veikara á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

Sem hlutfall af verðmæti vöruútflutnings voru eldisafurðir rúm 6% og hefur vægi þeirra aldrei verið meira á fyrstu tveimur mánuðum ársins en nú í ár, eins og blasir við á myndinni sem fylgir.

Þetta má sjá í fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar um vöruskipti í febrúar sem birtar voru í síðustu viku.

DEILA