Strandagangan 2023

Strandagangan fer fram á skíðasvæði Skíðafélags Strandamanna í Selárdal á Ströndum laugardaginn 11. mars 2023.
Strandagangan er almenningsganga fyrir fólk á öllum aldri, jafnt byrjendur sem lengra komna og er hluti af Íslandsgöngumótaröðinni. 
Þetta er 29. árið í röð sem gangan er haldin en fyrsta Strandagangan var haldin árið 1995.

Sú nýbreytni hjá okkur í ár er að veita úrdráttarverðlaun af og til fram að keppni en þá eru nokkur nöfn skráðra keppenda dregin út og veitt verðlaun.

Strandagangan er þó ekki síst þekkt fyrir það sem kemur í kjölfarið, en þá er keppendum boðið í veglegt kaffisamsæti og verðlaunaafhendingu. Borðin svigna jafnan undan kræsingum fyrir svanga göngugarpa og alla aðra sem vilja styðja við starfsemi Skíðafélags Strandamanna. Fyrir marga er þetta hápunktur Strandagöngunnar.

DEILA