Sáum saman og ræktum kryddjurtir og blóm

Sáum saman og skiptumst á fræjum! Að sá er minna mál en þú heldur.

Miðvikudaginn 29. mars milli 16 og 18 er fræ-deilimarkaður á Bókasafninu á Ísafirði og upplagt fyrir alla sem áhuga hafa á ræktun að mæta.

Allir velkomnir og aðstoð í boði fyrir þá sem þurfa. Fræ, ílát og mold á staðnum.


Samhliða verður fræ-deilimarkaður, komdu með hlutann úr fræpokanum sem þú þarft ekki og fáðu önnur fræ í staðinn.

Þú gætir jafnvel endað með að prófa eitthvað nýtt og spennandi og kannski fylgja góð ráð nýju fræjunum.

DEILA