Patreks­dag­urinn 2023 á Patreksfirði

Patreksfjörður séð til suðausturs. Framundan er vegurinn yfir Mikladal og Litlidalur er til vinstri við hann. Mynd: Mats Wibe Lund.

Patreks­dag­urinn, þjóð­há­tíð­ar­dagur Íra, verður haldinn hátíð­legur á Pareks­firði föstu­daginn 17. mars.

Heilagur Patrekur frá Írlandi er einn vinsælasti dýrlingur heims. Hann fæddist í Bretlandi á tímum Rómaveldis og þegar hann var um það bil fjórtán ára gamall var honum rænt af írskum sjóræningjum og fluttur til Írlands þar sem hann var hnepptur í þrældóm og látinn gæta sauðfjár. Patreki var haldið föngnum uns hann varð tvítugur. Þá tókst honum að strjúka eftir að hann hafði dreymt að Guð hafi sagt honum að forða sér frá Írlandi með því að fara niður að ströndinni. Þar hitti hann nokkra sjómenn sem fluttu hann til baka til Bretlands og þar fann hann fjölskyldu sína á ný.

Í tilefni dagsins verða eftirfarandi tilboð og uppákomur í boði á Patreksfirði:

  • Vesturbyggð býður bæjarbúum í Skjaldborgarbíó að sjá Shazam! Fury of the Gods kl. 20.
  • Vestur Restaurant verður með pizzatilboð í tilefni dagsins.
  • Albína verður með 20% afslátt af grænu bakkelsi og ís í vél.
  • Fjölval verður með græn tilboð. Grænn kleinuhringur og kókómjólk saman á 250 kr. og Mix og grænn Lays saman á 250 kr. Einn grænn kleinuhringur fæst fyrir litlar 99 krónur.

Græn föt eru viðeigandi á þessum degi.

DEILA