Innheimtustofnun sveitarfélaga til ríkisins

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga. Með frumvarpinu eru gerðar nauðsynlegar breytingar á lögunum til að færa verkefni Innheimtustofnunar, þ.á m. innheimtu meðlaga, frá sveitarfélögum til ríkisins. Gert er ráð fyrir að sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra, sem er hluti af innheimtumönnum ríkissjóðs, muni taka við verkefninu.

Markmiðið með tilfærslu verkefnanna til ríkisins er að skapa trausta umgjörð um innheimtu meðlaga og annarra framfærsluframlaga, einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, stuðla að jákvæðri þróun starfseminnar og bæta þjónustu við meðlagsgreiðendur. 

Starfsmenn Innheimtustofnunar hafa verið í um 20 stöðugildum sem hafa verið unnin á Ísafirði og Reykjavík um helmingur á hvorum stað.

DEILA