Grásleppuvertíðin hefst 20. mars

Fyrir ári hljóðaði ráðgjöfin uppá 6.972 tonn. Vertíðin 2022 skilaði 4.293 tonnum. Myndin sýnir ráðgjöf og veiði undanfarin tíu ár.

Samkvæmt reglugerð um hrognkelsaveiðar sem gefin var út 7. mars verður heimilt að hefja veiðar 20 mars.

Grásleppuveiðileyfi hvers báts skal gefið út til 25 samfelldra daga og skal bundið við ákveðið veiðisvæði og veiðitímabil.

Viðkomandi getur nú stjórnað því sjálfur hvenær leyfið er gefið út, þar sem það virkjast samdægurs og sótt er um.  Þannig geta aðilar gengið frá umsókn um veiðileyfi að morgni og haldið til veiða þann daginn.

Fiskistofa fylgist með lönduðum grásleppuafla og skal fella úr gildi öll leyfi til veiða á svæðum A og C til G, ef fyrirséð er að veiðar gætu orðið skaðlegar með tilliti til sjálfbærrar nýtingar grá­sleppu­stofnsins. Fiskistofa skal miða við að afli á framangreindum svæðum fari ekki yfir 78% af ráð­lögðum hámarksafla tímabilsins.

Fiskistofa skal fella úr gildi öll leyfi á svæði B, ef fyrirséð er að veiðar gætu orðið skaðlegar með tilliti til sjálfbærrar nýtingar grásleppustofnsins. Fiskistofa skal miða við að afli á B svæði fari ekki yfir 22% af ráðlögðum hámarksafla tímabilsins fyrir 30. júní.

Óheimilt er að stunda aðrar veiðar en hrognkelsaveiðar í sömu veiðiferð. Áður en veiðiferð hefst skal útgerð sjá til þess að báturinn hafi þær aflaheimildir sem dugi fyrir ætluðum meðafla í veiði­ferðinni.

DEILA