Grásleppan í kvóta

Birt hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi matvælaráðherra um kvótasetningu á grásleppu.  

Frestur til að skila umsögn um frumvarpsdrögin stuttur eða aðeins til og með 20. mars.  

Drögin gera ráð fyrir að grásleppuveiðum verði frá og með vertíðinni 2024 stjórnað með aflamarki.  

Aflahlutdeild taki mið af veiðum á tímabilinu 2014 – 2019 bæði ár meðtalin, þar sem þrjú bestu árin verði valin.

Samanlögð aflahlutdeild, í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila, nemi aldrei hærra hlutfalli af heildaflahlutdeild í grásleppu en 2%.

Þá gera frumvarpsdrögin ráð fyrir að ákvæði um staðbundin veiðisvæði verði sett í lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Framsal aflahlutdeilda og flutningur aflamarks á milli svæða verður óheimilt.  

DEILA