Eitt tilboð barst í vetrarþjónustu á leiðinni Bolungarvík – Reykjanes

Aðeins eitt tilboð barst í vetrarþjónustu, þ.e. snjómokstur og hálkuvarnir með vörubifreið á leiðinni Reykjanes – Bolungarvík, en tilboð voru opnuð 7. mars.

Steypustöð Ísafjarðar bauð tæpar 191 milljón í verkið sem gildir í þrjú ár frá töku tilboðs með heimild um framlengingu. Áætlaður kostnaður Vegagerðarinnar var upp á tæpar 194 milljónir.

Akstur vörubifreiða á snjómokstursleiðum er áætlaður 43.500 km á ári og eru verklok í apríl 2026.

DEILA