Blak – Vestri í úrslit í Bikarkeppninni

Karlalið Vestra í blaki hefur tryggt sér sæti í úr­slita­leik Kjörís­bik­ars­ins um helg­ina eft­ir að hafa unnið fræk­inn sig­ur á KA, 3:1, í undanúr­slit­um bik­ar­keppn­inn­ar í Digra­nesi í kvöld.

Fyrsta hrinuna vann KA naum­lega, 26:24.

Í annari hrinu vann Vestri ör­ugg­lega, 25:15.

Þriðja hrinan var æsispennandi í lokin en var KA sterk­ari aðil­inn lengst af og komst í 13:7 en Vestri jafnaði met­in í 18:18 KA komst aftur yfir en Vestri jafnaði aftur og vann svo hrin­una 27:25.

Í fjórðu hrinu byrjaði KA bet­ur áður en Vestri sneri tafl­inu við og komst í 19:15. KA svaraði vel fyr­ir sig og jafnaði met­in í 20:20. Vestri vann svo að lokum 25:23 og þar með leik­inn 3:1.

Vestri mæt­ir annað hvort ríkj­andi bikar­meist­ur­um Ham­ars eða Aft­ur­eld­ingu í úrslitaleiknum sem verður kl 13:00 á laugardaginn.

DEILA