75 ár frá stofnun Tónlistarskóla Ísafjarðar

Tónlistarskóli Ísafjarðar var stofnaður árið 1948 og er því 75 ára í ár.

Tónlistarskólinn er einn elsti tónlistarskóli landsins og þar fer fram fjölbreytt og öflugt tónlistarstarf.

Eitt aðalsmerki Tónlistarskóla Ísafjarðar er sterk tenging við samfélagið og fá nemendur margvísleg tækifæri til þess að koma fram og taka virkan þátt í listalífinu á svæðinu.

Þessum tímamótum verður fagnað á ýmsan hátt það sem eftir er ársins. .

Fyrsti viðburðurinn er að á Sumardaginn fyrsta en þá verður opnuð sögusýning um skólann.

Síðan rekur hver viðburðurinn annan. Meðal annars má nefna að Hamrar fá andlitslyftingu, skólinn tekur þátt í að setja upp söngleik með Litla Leikklúbbnum, það verða svokallaðir Heimilistónar, þar sem litlir tónleikar verða í boði í heimahúsum og Opið hús í haust verður glæsilegra en áður.

Allar upplýsingar um þessa viðburði verður hægt að finna á facebooksíðu skólans.

DEILA