Tugmilljóna tjón á vegum

Reikna má með að tugmilljóna tjón hafi orðið á vegum vegna vatnavaxta. Verst er staðan á Vestursvæði Vegagerðarinnar þar sem ár hafa flætt yfir bakka sína, lækir orðið að fljótum og ræsi ekki haft undan vatnsflaumnum.

Allt tiltækt lið sem Vegagerðin hefur reynir nú að bjarga verðmætum. Ástandið var verst á svæði þjónustustöðvar Vegagerðarinnar í Búðardal en þar hafa menn ekki séð annað eins.

Næstu dagar fara í að gera við vegi eins og hægt er og meta umfang skemmda og til hvaða aðgerða verði brugðið í framhaldinu.

Líklegt er að viðgerðir taki nokkurn tíma, bæði bráðabirgðaviðgerðir og til lengri tíma, en ljóst er að tjónið nemur tugmilljónum króna.

Algeng tjón á vegum eru skemmdir á klæðingu, úrrennsli og brotholur.

Á Vestfjarðavegi (69) flæddi vatn yfir á mörgum stöðum frá Bröttubrekku í Gufufjörð.

Djúpvegur (60)

Þá lokaðis vegurinn í Hestfirði um tíma í gær vegna aurskriðu og vegurinn í botni Norðdals, sunnan Steingrímsfjarðarheiðar er einbreiður og skemmdir eru í slitlagi.

DEILA