This Must Be The Place

Föstudaginn 24. febrúar mun Marc Losier flytja „This Must Be The Place“ í Vísindaporti Háskólaseturs en hann er staddur á Ísafirði vegna ArtsIceland.

Marc Losier er kanadískur listamaður með aðsetur í Elmastukwek/Corner Brook, Bay of Islands á Nýfundnalandi, og kennir myndlist við Grenfell Campus, Memorial University.

Í verkum sínum skoðar hann hvernig fjölmiðlar móta skilning okkar á menningarsögum og goðsögnum. Hann vinnur að mestu leyti að gerð verka sem sett eru upp á opinberum vettvangi og hann notar ljósmyndun, kvikmyndir, hljóð, stafræna lausnir og við gerð verka sinna leggur hann í víðtæka heimildavinnu.Undanfarin ár hefur hann sýnt fjölmörg verk á opinberum sýningum sem tengjast ólíkum samfélögum og sögu þeirra.

Í verkum sínum vinnur hann meðal annars með upplýsingar skjalasafna til að kanna persónulega, borgaralega og umhverfissögu svæðisins.
Frá því að Losier flutti til Nýfundnalands árið 2016 hefur hann unnið með og kannað hvernig vistfræðileg saga og umhverfis saga svæðisins sunnan heimskautsbaugs endurspeglast í gegnum linsu loftslags kreppunnar.

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á ensku.

DEILA