Þéttleiki ungviðis þorsktegunda og kóralþörungar

Michelle Lorraine Valli­ant, doktorsnemi við Líf- og um­hverf­is­vís­inda­svið Há­skóla Íslands er með er­indi á mál­stofu Haf­arnn­sókna­stofn­un­ar á morg­un fimmtudaginn 16. febrúar kl. 12:30 

Erindið verður flutt á ensku og streymi verður á YouTube síðu Hafrannsóknastofnunar.

Erindið nefnist: Juvenile gadoid abundance on maerl (rhodolith) beds in Iceland / Þéttleiki ungviðis þorsktegunda á kóralþörungi (rhodolith) á Íslandi. 

Ofnýting á kóralþörungum (rhodolith – Coralline spp.) er þekkt vandamál og því hafa verið skilgreind verndarsvæði fyrir kóralþörunga meðfram strandlengjum bæði í Atlantshafi og við Miðjarðarhaf. Þrátt fyrir það hefur kortlagning á útbreiðslu kóralþörunga ekki verið fullnægjandi og lítið um rannsóknir á tengslum við dýrategundir, en þó hefur verið sýnt fram á mikilvægt gildi kóralþörunga sem búsvæði fyrir ungviði fiska.

Í þessari rannsókn var bæði kafað og notast við myndavélabúnað til að telja fiska innan um kóralþörungabreiður (einkum, Lithothamnion glaciale and Lithothamnion tophiformeog á aðlægum sand/malarbotni til samanburðar á þeim tíma sem að 0-grúppu þorskseiði leita til botns. Niðurstöðurnar benda til þess að 0-grúppu þorskaseiði (Gadus morhua) og ufsaseiði (Pollachius virens) væru algeng í kóralþörungabreiðum og tíðara eftir því sem þekjan var meiri. Auk þess virtist talning á ungviði vera meiri með myndavélabúnað fram yfir talningu með köfun. Heilt yfir benda niðurstöðurnar til þess að varðveisla kóralþörunga sé mikilvæg sem búsvæði fyrir ungviði þorsktegunda.

Michelle hefur undanfarið unnið við rannsóknir á vistfræði hafs og vatna og á sviði stjórnunar strandsvæða.

Í dag hefur hún aðsetur við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum.

Rannsóknarverkefni hennar í doktorsnáminu snýr að því að skoða samhengi fars, atferlis og vistnotkunar hjá ungviði þorsks, ufsa og hjá gönguseiðum bleikju (Salvelinus alpinus) og urriða 

DEILA