Svæðaskipting strandveiða.

Matvælaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða er varða svæðaskipting strandveiða og er umsagnarfrestur er til og með 15. febrúar 2023.

Í frumvarpinu er lagt til að aflaheimildum til strandveiða verði skipt á fjögur landsvæði líkt og gert var áður en núverandi fyrirkomulag var sett á árið 2018.  Ætlunin er að skipting aflaheimilda fari eftir fjölda báta sem skráðir eru á hvert svæði.  

Þegar leyfilegum heildarafla hvers tímabils á viðkomandi svæði verður náð skal Fiskistofa stöðva veiðar á því svæði.

Gert er ráð fyrur að ráðherra skuli með reglugerð kveða nánar um skiptingu landsvæða og aflaheimilda á tímabil og landsvæði.

Ljóst er að skiptar skoðanir eru hjá smábátasjómönnum um þessar breytingar, sumir telja breyt­ing­arn­ar vera nei­kvætt skref aft­ur í tím­ann og að þær muni skapa aukna slysa­hættu og hafa önn­ur nei­kvæð áhrif á aðstæður til strand­veiða. Aðrir telja breyt­ing­arn­ar vera til bóta og að þær muni bæta skil­yrði til strand­veiða.

Ráðuneytið lagði mat á um­sagn­irn­ar og hafði hliðsjón af þeim við samn­ingu nýs frum­varps.

DEILA