Styrktartónleikar fyrir Roksönu

Celebs ásamt Skúla Mennska og Gosa eru með styrktartónleika í Dokkunni á morgun kl. 20:00.

Tónleikarnir eru til styrktar Roksönu sem er frá Póllandi og kom til Íslands í október og þann 2. desember lenti í alvarlegu bílslysi í Hnífsdal þegar tveir bílar skullu saman í hálku. Roksana sem var farþegi í öðrum bílnum slasaðist alvarlega og var send með sjúkraflugi til Reykjavíkur, fór í þrjár aðgerðir, tvær á fæti og eina á hendi. Hún á langa og endurhæfingu í vændum.

Hún er núna tekjulaus og tryggingar hennar í Póllandi ná ekki yfir þennan sjúkrahúskostnað, sjúkraflug og endurhæfingu og hún hefur ekki heldur öðlast sjúkra- og slysaréttindi á Íslandi.

En hún er staðráðin í að snúa aftur til vinnu þegar heilsa leyfir og er þakklát fyrir alla aðstoð.

Tónleikarnir verða í Dokkunni laugardaginn 11. febrúar kl. 20:00, aðgangseyrir er 3000 kr eða frjáls framlög umfram það.
Einnig fara 300 kr af hverjum seldum bjór bæði föstudags og laugardagskvöld henni til styrktar


Endilega látið sjá ykkur, styrkið gott málefni og hlustið á fallega tónlist.

 

DEILA