Stóra–Laugardalskirkja

Stóri–Laug­ar­dalur er bær og kirkju­staður við norð­an­verðan Tálkna­fjörð. Áður fyrr var búið í Stóra–Laug­ardal.

Stóra–Laug­ar­dals­kirkja er eldri sókn­ar­kirkja Tálkn­firð­inga en Tálkna­fjarð­ar­kirkja var vígð árið 2002.

Stóra–Laug­ar­dals­kirkja var vígð annan sunnudag í níuvikna­föstu þann 3. febrúar árið 1907 af þáver­andi sókn­ar­presti sr. Magnúsi Þorsteins­syni sem sat í Selárdal í Arnar­firði. Kirkjan er stokk­byggt timb­urhús, teiknuð og tilsniðin í Noregi. Bygging hennar hófst sumarið 1906 en efnið var flutt inn frá Noregi og kostaði Guðmundur Jónsson bóndi í Laug­ardal smíðina en yfir­smiður var Jón Jónsson timb­ur­meistari.

Kirkjan tekur 120 manns í sæti og er prédik­un­ar­stóllinn einn af merkum gripum hennar. Sagt er að hann hafi staðið í dómkirkj­unni í Óðinsvéum í Danmörku og að danskur kaup­maður hafi gefið kirkj­unni hann. Kaleikur kirkj­unnar er gylltur og forn og á annarri kirkju­klukk­unni er áletr­unin: „Torolfer Ulafsen, anno 1701″.

Altar­is­tafla kirkj­unnar er eftir­líking af síðustu kvöld­mál­tíð­inni eftir Leon­ardo da Vinci.

Orgel kirkj­unnar er einnig hinn merk­asti gripur en það var smíðað af Ísólfi Páls­syni og er senni­lega frá því um 1920.

Stóra–Laug­ar­dals­kirkja er friðuð frá 1. janúar 1990.

Í kaþólskri tíð voru kirkjur í Stóra–Laug­ardal helg­aðar Maríu guðs­móður og heil­ögum Nikulási.

Stóra–Laug­ar­dals­kirkju var þjónað af Selár­dal­sprestum en reið­vegur liggur frá Stóra–Laug­ardal til Ketildala við Arnar­fjörð niður í Fífustaðadal. Það er annex­íu­vegur Selár­dal­spresta að Stóra–Laug­ardal en kirkjan var annexía frá Selárdal til 1907. Annar vegur liggur upp frá Krossdal, ysta bæ við norð­an­verðan Tálkna­fjörð, um Selár­dals­heiði og niður í Selárdal.

Ýmsar sögur eru til um eign­ar­hald Stóru–Laug­ar­dals­kirkju en Einar Bene­diktsson mun hafa eignast kirkjuna á sínum tíma, sem og jörðina sem Tálkna­fjarð­ar­kirkja stendur á, en mun aldrei hafa greitt fyrir eign­irnar.

Þann 29. sept­ember 2007 var 100 ára afmælis kirkj­unnar minnst með guðs­þjón­ustu að viðstöddum prófasti, sókn­ar­presti og fyrri þénurum. Af því tilefni voru kirkj­unni gefnir sérstakir viðhafn­ar­stólar.

Af vefsíðu Vesturbyggðar

DEILA