Stafræn miðlun sóknarmannatala

Guðfinna Hreiðarsdóttir.

Föstudaginn 3. febrúar mun Guðfinna M. Hreiðarsdóttir flytja erindið „Stafræn miðlun sóknarmannatala“ í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða.

Þjóðskjalasafn Íslands er skjalasafn allrar þjóðarinnar og þar er stærsta safn frumheimilda er varða sögu íslensku þjóðarinnar og þróun byggðar og mannlífs í landinu.

Er það sá grunnur sem rannsóknir, stjórnsýsla og mannréttindi hér á landi byggja á. Almenningur hefur aðgang að safninu en auk þess er hægt að skoða tilteknar heimildir á vefsíðu safnsins undir samheitinu „Stafrænar heimildir“.

Þar má m.a. finna sóknarmannatöl sem búið er að koma á stafrænt form en um er að ræða verkefni sem hófst árið 2009 og Skjalasafnið á Ísafirði hefur verið samstarfsaðili að frá árinu 2011.

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð.

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir er sagnfræðingur og forstöðumaður Skjalasafnsins á Ísafirði.

DEILA