Skógrækt á tímum hamfarahlýnunar

Edinborgarhúsið á Ísafirði

Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Edinborgarhúsinu á ísafirði 29.-30. mars undir yfirskriftinni Skógrækt á tímum hamfarahlýnunar. Skráningu á ráðstefnuna lýkur þriðjudaginn 21. mars.

Fyrri dagurinn er helgaður þema ráðstefnunnar um skógrækt á tímum hamfarahlýnunar. Seinni daginn verða erindi um ýmis efni sem varða skóga og skógrækt og eru ekki bundin við þema ráðstefnunnar.

Auglýst hefur verið eftir erindum og veggspjöldum og frestur til að skila inn tillögum að erindum var til 17. febrúar en hægt er að skila inn tillögum að veggspjöldum til 10. mars.

Fagráðstefna skógræktar er haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands, Skógfræðingafélags Íslands og Bændasamtaka Íslands.

DEILA