Skessuhorn.is nú orðinn áskriftarvefur

Liðna nótt tók Skessuhorn, fréttaveita Vesturlands breytingum.

Hann er nú áskriftarvefur og kostar áskrift að vefnum 1,998 krónur á mánuði.

Auk þess að vera vefmiðill er Skessuhorn gefið út vikulega á pappír, og er því um þrjá áskriftarleiðir að ræða hjá fréttamiðlinum, þ.e. blaðaáskrift, rafræn blaðaáskrift (PDF) og áskrift að vefsíðunni.

Skessuhorn var sett á stofn í ársbyrjun 1998 og hóf rekstur sinn með útgáfu Vesturlandsblaðsins Skessuhorns sem komið hefur út vikulega allar götur síðan. Núverandi útgáfufélag tók við rekstrinum 2003.

 

DEILA